Slide background
KALKÚNN

Kalkúnakjöt er bæði hollur og fitusnauður matur. Kjötið er próteinríkt og auðugt af B-vítamínum og sinki. Íslenskt kalkúnakjöt er nú hægt að fá allan ársins hring, niðurhlutað jafnt sem unnið. Rík hefð er fyrir því að steikja kalkúninn heilan með fyllingu til hátíðabrigða, en kalkúnn er einn vinsælasti jóla- og áramótamatur á borðum Íslendinga.

 

Fjölbreytt úrval kalkúnakjöts
Ísfugl framleiðir fjölbreytt úrval kalkúnakjöts; ferskt, kryddað, ókryddað, reykt og unnið kalkúnakjöt, svo sem pylsur og álegg. Fyrir jól og áramót er lögð áhersla á að framleiða hátíðarmat á borð við fylltar og reyktar kalkúnabringur og hin sívinsælu kalkúnabringuskip.

Upprunamerking – íslenskur kalkúnn
Allar kalkúnavörur Ísfugls má rekja til Reykjabúsins, sem er eina búið á Íslandi sem ræktar kalkúna. Eldishús búsins eru í Ölfusi, Biskupstungum og á Kjalarnesi. Hér á vefnum getur neytandinn aflað sér frekari upplýsinga um Reykjabúið.

Engin fúkkalyf
Í kalkúnaafurðir Ísfugls er eingöngu notað íslenskt úrvalshráefni, framleitt án fúkkalyfja af Reykjabændum. Strangar gæðakröfur eru gerðar í öllu framleiðsluferlinu og þannig er lagður grunnur að vönduðum, hollum og ferskum kalkúnavörum.

Skráargatið – góð samsetning næringarefna
Stór hluti af kalkúnavörum Ísfugls uppfyllir skilyrði samnorræna merkisins Skráargatsins um minni og hollari fitu, minni sykur og minna salt en í öðrum vörum í sama flokki sem ekki uppfylla skilyrðin. Skráargatsmerkingunni er ætlað að auðvelda neytendum að velja þá vöru sem uppfyllir skilyrði um góða samsetningu næringarefna.

Ísfugl framleiðir einnig kalkúnafurðir sem eingöngu innihalda 100% kjöt og því engin aukefni. Slíkar vörur eru í sérmerktum umbúðum. Þetta er gert til að mæta sívaxandi eftirspurn neytenda eftir kjöti án aukefna.
kjöt02

Heimaverslun Reykjabúsins
Fjölbreytt úrval af ferskum og frosnum kalkúnavörum er selt í heimaverslun Reykjabúsins; bringur, hakk, snitsel, strimlar, hakk, hamborgarar, grillsneiðar, pylsur o.fl. Sérstök áhersla er lögð á að selja vörur sem eru 100% kjöt án allra aukefna.

Nánari upplýsingar um heimaverslunina og opnunartíma er að finna á vef Reykjabúsins.

Reykjabúið sér um dreifingu og sölu á heilum kalkúnum til verslana og veitingastaða.