Slide background

FUGLARNIR OKKAR    |    HEIÐARBÆR 1    |    HJALLAKRÓKUR    |    NESLÆKUR    |    REYKJABÚIÐ

 

 

FJÖLSKYLDUBÚIÐ Á HEIÐARBÆ 1


Að Heiðarbæ I í Þingvallasveit búa hjónin Jóhannes Sveinbjörnsson og Ólöf Björg Einarsdóttir ásamt börnum sínum þremur, Svanborgu, Sveinbirni og Steinunni. Á Heiðarbæ er rekið blandað bú með sauðfé, kjúklinga og silungsveiði í Þingvallavatni. Þau hjón eru bæði alin upp við búskap en Jóhannes er með doktorspróf í fóðurfræði og Ólöf Björg með mastersgráðu í búfjárfræði. Ólöf Björg vinnur alfarið á búinu en Jóhannes er í hlutastarfi hjá Landbúnaðarháskólanum við kennslu og rannsóknir. Meira um Heiðarbæ 1

BÓNDINN Í HJALLAKRÓKI


Jón Ögmundsson rekur búið að Hjallakróki þar sem hann býr ásamt eiginkonu sinni, Elínu Hörpu Jóhannsdóttur, og tveimur dætrum hennar, Andreu Ösp og Katrínu. Jón hóf kjúklingaræktun að Hjallakróki árið 1994 en var áður með garðyrkjustöð í Hveragerði. Hann hefur ekki sagt alveg skilið við grænmetisræktunina, því jafnframt kjúklingaeldinu ræktar hann gulrófur, kartöflur, gulrætur og fleira grænmeti. Meira um Hjallakrók

NESLÆKUR Í ÖLFUSI


Kristján Karl Gunnarsson fer fyrir starfsemi Neslæks í Ölfusi sem hann stofnaði með félaga sínum, Ögmundi Jónssyni, árið 2013.
Kristján býr yfir mikilli reynslu í kjúklingarækt þar sem hann hefur um langt skeið unnið hjá Jóni Magnúsi og Kristínu á Reykjum.

Meira um Neslæk

FJÖLSKYLDUBÚIÐ Á REYKJABÚINU


Jón Magnús Jónsson og Kristín Sverrisdóttir tóku alfarið yfir rekstur Ísfugls árið 2012 en þau búa á Suður-Reykjum I í Mosfellsbæ. Jón Magnús er fæddur á Suður-Reykjum þar sem fjölskylda hans hefur verið í alifuglarækt síðan á fyrri hluta síðustu aldar en Kristín, sem er Reykvíkingur, kynntist sveitastörfum frá barnsaldri hjá móðursystur sinni á Oddgeirshólum í Flóa. Þau eiga fjögur börn, Hrefnu, Maríu Helgu, Jón Magnús og Sverrir. Dæturnar eru flognar úr hreiðrinu en synirnir taka mikinn þátt í búskapnum. Meira um Reykjabúið