Slide background
KJÚKLINGUR

Kjúklingur er vinsæl fæða, hvort heldur er hversdags eða sem veislumatur. Það er fljótlegt og einfalt að elda holla og ljúffenga máltíð úr kjúklingi fyrir alla fjölskylduna. Kjúklingakjöt er afar vel samsett næringarfræðilega; próteinríkt og fitusnautt í senn. Það hentar sérstaklega vel með alls kyns grænmeti, sem gerir máltíðina enn næringarríkari. Sennilega er það ekki tilviljun að kjúklingur er það kjötmeti sem mest er borðað af í hinum vestræna heimi – og þótt víðar væri leitað…

 

kljuklingur1Fjölbreytt úrval kjúklingakjöts
Langstærsti hluti Ísfuglskjúklinga fer daglega ferskur á markað til neytenda; ýmist í verslanir, á veitingastaði eða í mötuneyti. Megnið af því eru niðurhlutaðir kjúklingabitar, ýmist kryddaðir eða ókryddaðir. Aðeins innan við 5% af kjúklingaframleiðslu Ísfugls er selt sem unnin vara; álegg, hakk, pylsur, naggar o.fl.

Ísfugl framleiðir einnig kjúklingaafurðir sem eingöngu innihalda 100% kjöt og því engin aukefni. Þetta er gert til að mæta sívaxandi eftirspurn neytenda eftir kjöti án aukefna.

Upprunamerking – íslenskur kjúklingur
Allt ferskt og óunnið kjöt frá Ísfugli er rekjanlegt til bónda, þannig að hægt er að sjá frá hvaða búi kjötið kemur. Nafn búsins kemur fram á umbúðum og hér á vefnum getur neytandinn aflað sér frekari upplýsinga um bóndann sem ræktað hefur þann Ísfuglskjúkling sem keyptur er hverju sinni.

Engin fúkkalyf
Í kjúklingaafurðir Ísfugls er eingöngu notað íslenskt úrvalshráefni, framleitt án fúkkalyfja af Ísfuglsbændum. Strangar gæðakröfur eru gerðar í öllu framleiðsluferlinu og þannig er lagður grunnur að vönduðum, hollum og ferskum kjúklingavörum.

Skráargatið – góð samsetning næringarefna
Stór hluti af kjúklingavörum Ísfugls uppfyllir skilyrði samnorræna merkisins Skráargatsins um minni og hollari fitu, minni sykur og minna salt en í öðrum vörum í sama flokki sem ekki uppfylla skilyrðin. Skráargatsmerkingunni er ætlað að auðvelda neytendum að velja þá vöru sem uppfyllir skilyrði um góða samsetningu næringarefna.

Skraargatkjöt02