GÆÐASTEFNA ÍSFUGLS

Ísfugl hefur það að markmiði að framleiða úrval af gæðavöru úr kjúklinga- og kalkúnakjöti fyrir neytendur. Eingöngu eru notaðir íslenskir kjúklingar og kalkúnar í vörur Ísfugls og ekki eru notuð fúkkalyf við eldi fuglanna.  

Bændur
Ísfuglsbændur leggja áherslu á að fylgja öllum reglugerðum um velferð fugla, viðhafa góða starsfhætti og natni við umhirðu fuglanna. Við deilum reynslu og þekkingu. Við leitum reglulega þekkingar og tilsagnar fagaðila. Við reynum að fylgjast vel með öllum tækninýjungum, rannsóknum og öllu því sem gerir okkur að betri bændum.

Gæði og hollusta
Við metum gæði vörunnar út frá hreinleika afurða, ferskleika og góðu næringargildi. Við höfum það að markmiði að sem flestar af vörum okkar uppfylli skilyrði Skráargatsins um hollustu. Vöruþróunarnefnd yfirfer vandlega allar nýjar vörur með tilliti til bragðgæða, hollustu, útlits og fleiri þátta, svo varan uppfylli gæðastefnu Ísfugls.

Neytandinn
Við kappkostum að veita öllum viðskiptavinum góða þjónustu. Síðast en ekki síst viljum við að neytendur séu ánægðir og er því stefna okkar að halda uppi lifandi vöruþróun, meðal annars með því að fylgjast með nýjungum í kryddum, vörutegundum og hlusta almennt eftir skoðunum og þörfum þeirra sem kjötsins neyta.

Reglulegt eftirlit
Gæðastjóri Ísfugls hefur yfirumsjón með öllum gæðamálum, þjálfun og fræðslu starfsfólks. Við störfum undir ströngu eftirliti MAST og daglegu eftirliti dýralæknis. Gæðahandbók Ísfugls er byggð upp á HACCP-áhættugreiningu.

Gæðin tryggð í gegnum allt framleiðsluferlið
Með góðum starfsháttum og hreinlæti tryggjum við gæði vörunnar í gegnum allt framleiðsluferlið, þ.e. frá því fugli er slátrað, hann er unninn og þangað til afurðinni er komið á markað.

Ánægðir viðskiptavinir hvatning til góðra verka
Gæðamál eru eilífðarverkefni sem alltaf má betrumbæta. Jákvæðir og ánægðir viðskiptavinir eru okkar besta hvatning til góðra verka hjá Ísfugli. Jákvætt og vel upplýst starfsfólk er svo forsenda þess að vel takist til í gæðamálum.