SLÁTURHÚS OG KJÖTVINNSLA
Ísfugl rekur sláturhús, kjötvinnslu og dreifingarstöð fyrir afurðir alifugla að Reykjavegi 36 í Mosfellsbæ. Í sláturhúsinu er slátrað kjúklingum og kalkúnum allan ársins hring. Að jafnaði er þar slátrað kjúklingum fjóra daga vikunnar og kalkúnum einn dag. Í sláturhúsi starfa að meðaltali 18 manns. Kjötvinnsla Ísfugls sér um úrbeiningu, skurð, pökkun og alla frekari fullvinnslu afurða; steikingu, reykingu, skinku- og pylsugerð. Í kjötvinnslu starfa að meðaltali 22 manns.
Sýni eru tekin úr öllum eldishópum sem koma inn til slátrunar og send til rannsóknar.