SLÁTURHÚS OG KJÖTVINNSLA

Ísfugl rekur sláturhús, kjötvinnslu og dreifingarstöð fyrir afurðir alifugla að Reykjavegi 36 í Mosfellsbæ. Í sláturhúsinu er slátrað kjúklingum og kalkúnum allan ársins hring. Að jafnaði er þar slátrað kjúklingum fjóra daga vikunnar og kalkúnum einn dag. Í sláturhúsi starfa að meðaltali 18 manns. Kjötvinnsla Ísfugls sér um úrbeiningu, skurð, pökkun og alla frekari fullvinnslu afurða; steikingu, reykingu, skinku- og pylsugerð. Í kjötvinnslu starfa að meðaltali 22 manns.

Fuglinn kemur frá Ísfuglsbændum í þar til gerðum flutningsbúrum.

Fuglinn kemur frá Ísfuglsbændum í þar til gerðum flutningsbúrum.

Þegar slátrun er lokið fer fuglinn í gegnum hreinsunarvélar og skolun.

Þegar slátrun er lokið fer fuglinn í gegnum hreinsunarvélar og skolun.

Sýni eru tekin úr öllum eldishópum sem koma inn til slátrunar og send til rannsóknar.

Fuglinn flokkaður til frekari vinnslu.

Fuglinn flokkaður til frekari vinnslu.

Fuglinn fluttur til kjötvinnslu.

Fuglinn fluttur til kjötvinnslu.

Fuglinn skorinn og snyrtur.

Hluti af fuglinum fer í frekari vinnslu, er kryddaður og steiktur.

Hluti af fuglinum fer í frekari vinnslu, er kryddaður og steiktur.

Fuglinum pakkað í umbúðir og þær merktar.

Fuglinum pakkað í umbúðir og þær merktar.

Varan tilbúin til afgreiðslu og henni ekið út til viðskiptavina.