Hátíðasalat með aprikósusósu (fyrir 2-3)

  • KJÚKLINGAUPPSKRIFTIR
  • 0 Comments

Hráefni

1 búnt salat (t.d. Lambhagasalat eða Rucola)
1 greipaldin (rautt)
400 g soðið kjúklinga- eða kalkúnakjöt
1/2 dós niðursoðnar apríkósur

Aðferð

      • Rífið salatið niður. Afhýðið greipaldin og skerið í bita.

 

    • Skerið kjötið og apríkósurnar í strimla (haldið einni apríkósu eftir til að nota í sósuna).

Sósa

1 dós sýrður rjómi (10%)
1 apríkósa, ásamt smávegis safa úr dósinni
1 tsk.nýmalaður pipar
1/2 tsk natríumskert salt
2 msk. apríkósusulta

Aðferð

      • Blandið smátt saxaðri apríkósu, safa og apríkósusultu út í hrærðan sýrða rjómann.

 

      • Kryddið með salti og pipar og berið fram sér með salatinu.

 

    • Berið fram með grófu brauði.
0 Comments