Hunangsvængir með sítrónusafa (fyrir 3-5)
- KJÚKLINGAUPPSKRIFTIR
- 0 Comments
Hráefni
16 stk. kjúklingavængir
1 ½ tsk. gróft salt
safi úr u.þ.b. þremur sítrónum
1-2 hvítlauksrif, pressuð
90 g hunang
Aðferð
-
• Setjið vængina í smurt eldfast mót og stráið saltinu yfir.
• Eldið í ofni á 200°C í 30 mín.
• Hrærið saman hvítlauknum, sítrónusafanum og hunanginu þar til það hefur blandast vel saman.
• Hellið blöndunni yfir vængina og eldið í 20 mín. til viðbótar.
• Gott er að nota sítrónugras til skreytingar.
0 Comments