Grillaðar kjúklingabringur á spjóti (fyrir 2)
- Grillréttir
- 0 Comments
Hráefni
2 kjúklingabringur
4-5 ananashringir
2 bananar
1 rauð paprika
Kryddlögur
2 hvítlauksrif
2 tsk. engiferrót
1 dl ananassafi
2 msk. sojasósa
2 msk. sérrí
1 msk. sítrónusafi
1 tsk. sinnep
2 msk. ólífuolía
3 msk. kryddedik
Aðferð
-
• Merjið hvítlauksrifin, rífið engiferrótina og blandið saman við ananassafa, sérrí, sojasósu, sítrónusafa, sinnep, ólífuolíu og kryddedik.
• Hamflettið kjúklingabringurnar og skerið í hæfilega bita.
• Hellið kryddleginum yfir bitana og látið bíða í kæli í 3-4 klst.
• Skerið ananas, banana og papriku í bita og þræðið til skiptis upp á grillspjót ásamt kjúklingabitunum.
• Penslið vel með kryddleginum. Grillið í 10-15 mín. á heitu grilli. Penslið með leginum á meðan og snúið nokkrum sinnum.
• Berið fram á salatblöðum með hrísgrjónum sem blönduð eru með smávegis af villigrjónum, ásamt brauði og sojasósu.
0 Comments