Hráefni

4 kjúklingabringur
1 msk. sojasósa
1 msk. ólífuolía

Aðferð

    • Blandið saman ólífuolíu og sojasósu og penslið kjúklingabringurnar.
    Látið bíða á meðan kartöflusalatið er búið til.
    • Grillið kjúklingabringurnar í 5-8 mín. á hvorri hlið á heitu grilli. Penslið með sojaolíunni.
    • Berið grillaðar kjúklingabringurnar fram með kældu kartöflusalatinu, grófu brauði og fersku salati.

Kartöflusalat

600 g kartöflur, soðnar og kældar)
1 dós ananas (lítil)
100 g sýrður rjómi (10%)
2 tsk. karrý
1/2 tsk. natríumskert salt
1 tsk. nýmalaður pipar
100 g blá vínber
2 sneiðar rauð paprika

Aðferð

    • Hrærið saman sýrðan rjóma, karrý, salt og pipar og 1-2 msk. af
    ananassafa.
    • Skerið kartöflurnar í teninga og hrærið út í ásamt ananas
    í teningum.
    • Raðið ananassneiðum, paprikusneiðum og vínberjum ofan á
    og til hliðar.
    • Kælið í ísskáp.
0 Comments