Satay-kjúklingur með hnetusósu (fyrir 4-5)
- Grillréttir
- 0 Comments
Hráefni
1 kg skinnlausar og beinlausar kjúklingabringur
Marinering
6 hvítlauksrif, söxuð
4 tsk. kóríander
4 tsk. ljós púðursykur
1 msk. svartur pipar
2 tsk. salt
½ bolli sojasósa
4 tsk. ferskt engifer, saxað
2 msk. limesafi
6 msk. matarolía
¼ bolli ferskt kóríander til skreytingar
Aðferð
-
• Blandið saman öllum hráefnunum í marineringuna.
• Skerið bringurnar í 4-5 cm breiða bita (mátulega til að hægt sé að þræða þá upp á grillpinna).
• Látið kjúklinginn liggja í marineringunni í 2-3 klst. í ísskáp.
• Þræðið kjúklinginn upp á satay-pinna.
• Grillið pinnana annað hvort í ofni eða á grilli og penslið marineringunni yfir við og við.
Hnetusósa
1 bolli gróft hnetusmjör
1-2 tsk. chilli-sósa
2 hvítlauksgeirar, pressaðir
3 msk. hunang
1 tsk. cayennepipar
¼ bolli limesafi
¼ bolli sojasósa
½ bolli hnetuolía
Aðferð
-
• Blandið hráefnunum saman.
• Bragðið á að vera „sætsterkt“. Smakkið til og bætið við magni af hráefnum eftir smekk.
0 Comments