Hráefni

2 beinlausar kalkúnabringur, u.þ.b. 700 g hvor
5 msk. sojasósa
2 msk. þurrt sérrí
½ tsk. sykur
8 brauðsneiðar
1 bolli sellerí, fínt saxað
2/3 bolli möndlur, saxaðar og ristaðar
¼ bolli blaðlaukur, fínsaxaður
3 msk. smjör, bráðið

Aðferð

    • Takið bringurnar í sundur með því að byrja á þynnri endanum og fletjið þær út með því að berja þær í u.þ.b. 2 cm þunnan flöt.
    • Blandið saman 3 msk. af sojasósu, sérríi og sykri í djúpan disk.
    • Setjið bringurnar ofan í marineringuna í ca 30 mín.
    • Á meðan bringurnar marinerast er brauðið, blaðlaukurinn, selleríið og möndlurnar skorið niður og möndlurnar ristaðar.
    • Blandið smjörinu saman við 2 msk. af sojasósu og hellið yfir brauðblönduna (það er ekkert að því að skella höndunum í þetta og hnoða aðeins).
    • Takið bringurnar úr marineringunni og geymið marineringarlöginn.
    • Setjið helminginn af fyllingunni á helminginn af hvorri bringunni, rúllið bringunni upp eins þétt og mögulegt er. Festið með tannstönglum eða bandi.
    • Látið í eldfast mót eða ofnskúffu og penslið með marineringunni. Setjið inn í 160°C heitan ofn og eldið í 1 klst. og 15 mín. Penslið með marineringunni á 30 mínútna fresti.
    • Takið bringurnar úr ofninum og látið standa í 15 mín. áður en bandið/tannstönglarnir eru teknir af og berið fram.
    • Gott er að gera sósu úr soðinu sem kemur af bringunum.
0 Comments