Dásamlegt kalkúnasalat (fyrir 3-4)

  • KALKÚNAUPPSKRIFTIR
  • 0 Comments

Hráefni

4 dl eldað kalkúnakjöt
½ rauð paprika
1/3 gúrka
1 dl vínber
1 dl fetaostur
lúka af rúsínum
lúka af hnetum (t.d. kasjúhnetur, salthnetur, valhnetur eða furuhnetur)

Aðferð

    • Kalkúnakjötið sett í skál.
    • Paprika, gúrka og vínber skorin niður og bætt í skálina.
    • Fetaosti í bitum bætt við og öllu blandað varlega saman.
    • Rúsínum og hnetum stráð yfir.
    • Salatsósu hellt yfir.

Salatsósa

½ dl græn ólífuolía
2 msk. balsamikedik
salt og pipar

Aðferð
Allt pískað vel saman og hellt yfir salatið.

0 Comments