Hráefni

500 g kalkúnalundir (eða beinlaus og skinnlaus bringa, skorin í 4 cm þykka bita)
3 msk. ólífuolía
5 hvítlauksgeirar, marðir án hýðis
½ tsk. salt
½ tsk. svartur pipar
½ bolli fersk steinselja
½ lime (safinn)

Aðferð

    • Hitið ofninn í 200°C.
    • Setjið lundirnar í eldfast mót og bleytið í þeim með ólífuolíunni.
    • Stráið yfir hvítlauk, salti og pipar.
    • Setjið lok eða álpappír yfir og steikið í 20 mín.
    • Takið lokið/álpappírinn af, stráið steinselju yfir og steikið í 10 mín. til viðbótar.
    • Skvettið limesafanum yfir.


Hvítlaukssteiktar sætar kartöflur

2 sætar kartöflur, skrældar og skornar í 2 cm kubba
1 rauð paprika, skorin í strimla
1 msk. ólífuolía
5 hvítlauksgeirar, pressaðir
½ tsk. salt
½ svartur pipar

Aðferð

    • Hitið ofninn í 200°C.
    • Blandið saman kartöflukubbunum, paprikunni og ólífuolíunni í stóra skál og hrærið lauslega saman, svo að kartöflurnar og paprikan sé vel blaut.
    • Bætið hvítlauknum við, stráið salti og pipar yfir allt saman og hrærið lítillega.
    • Setjið í eldfast mót með bökunarpappír undir (ekkert lok), og bakið í 45 mín., eða þangað kartöflurnar eru tilbúnar.
0 Comments