Indverskur kjúklingaréttur (fyrir 6-8)

  • KJÚKLINGAUPPSKRIFTIR
  • 0 Comments

Hráefni

1 stór kjúklingur, hlutaður niður í bita
1/2 tsk. salt
1 tsk. chiliduft
1/2 tsk. kardimommuduft
1 tsk. negulduft
1 tsk. kanill
1 tsk. kúmínduft (cumin)
125 g þurrkaðar apríkósur
1 msk. matarolía
1 stór laukur
2 hvítlauksrif
1 msk. engifer (ferskt)
1 tómatur (stór)
1 tsk. vínedik
25 g möndlur
25 g rúsínur
1 grænn chilipipar (ferskur)

Aðferð

    • Skerið kjúklinginn í bita og hamflettið. (Einnig má kaupa kjúklinginn í bitum).
    • Blandið salti og öllu þurrkryddi saman, nuddið í kjúklingabitana og látið bíða í ísskáp í a.m.k. 1 klst.
    • Sjóðið apríkósurnar í örlitlu vatni þar til þær eru orðnar mjúkar, a.m.k. 5 mín.
    • Hitið olíuna á stórri pönnu, skerið laukinn í þunnar sneiðar (hringi) og mýkið í olíunni, rífið engifer, saxið hvítlauk og bætið út í.
    • Bætið kjúklingabitunum út á pönnuna.
    • Saxið tómata og bætið þeim við ásamt vínediki og örlitlu vatni.
    • Látið réttinn malla undir loki í 30 mín. eða þar til kjötið er orðið meyrt.
    • Afhýðið og saxið möndlurnar og ristið á þurri pönnu og bætið rúsínum saman við í augnablik.
    • Hellið niðurskornum apríkósum, möndlum og rúsínum yfir réttinn.
    • Skolið og fjarlægið kjarnann úr græna chilipiparnum og saxið yfir réttinn.
    • Borið fram með hrísgrjónum.
0 Comments