Hráefni

750 g kalkúnalæri, skorin í u.þ.b. 1 ½ cm þykka strimla (úrbeinið og takið skinnið af fyrst)
1 msk. grænmetisolía
1 msk. rauðvínsedik
1 stór hvítlauksgeiri, saxaður mjög smátt
1 tsk. Italian seasoning krydd
¼ tsk. salt
¼ tsk. pipar
1 bolli græn stór paprika, brytjuð niður
2/3 bolli laukur, skorinn í sneiðar
½ bolly kirsuberjatómatar, skornir í fernt
4 bollar soðið spaghetti, skorið í bita

Aðferð

    • Blandið saman í skál olíu, ediki, hvítlauk, ítölsku kryddi, salti og pipar.
    • Setjið kalkúninn út í blönduna og látið marinerast í ísskáp í nokkra klukkutíma.
    • Hitið pönnu á meðalhita, setjið kjötblönduna á pönnuna og látið malla í 6 mín., eða þangað til kjötið hefur brúnast aðeins.
    • Hrærið papriku og lauk saman við.
    • Lækkið hitann aðeins, setjið lokið á pönnuna og látið malla í 1 mín.
    • Bætið tómötunum út í og látið malla í aðra mínútu.
    • Hellið yfir spaghettiið og berið fram með snittubrauði.
0 Comments