Kalkúnn með sveppafyllingu (fyrir 8)
- Heill kalkúnn
- 0 Comments
Hráefni
4 1/2 kg heill kalkúnn
4-5 feitar beikonsneiðar
1/2 sítróna
salt
brætt smjör
Fylling
2-3 dl franskbrauð
1 dl sérrí eða portvín
innyfli úr kalkún (lifur, hjarta og fóarn)
400 g niðursoðnir sveppir
1 dl fersk steinselja
salt og pipar
Aðferð
-
• Setjið brauðið í bleyti í sérrí eða portvín.
• Hakkið innyflin í matvinnsluvél, setjið sveppi, steinselju og brauð í kvörnina og hakkið saman. Kryddið með salti og pipar.
• Hreinsið og þerrið kalkúninn. Troðið fyllingunni inn í hann og saumið fyrir opið eða lokið með trépinnum.
• Nuddið kalkúninn vel að utan með sítrónu og salti.
• Leggið beikonsneiðar yfir bringuna og pakkið kalkúninum inn í álpappír. Steikið í ofni við 250°C í 2 klst.
• Takið álpappírinn og beikonsneiðarnar af.
• Penslið kalkúninn með bræddu smjöri.
• Steikið áfram í 20 mín. eða þar til kalkúnninn er fallega brúnn.
Sósa
soð af kalkúninum
sveppasoð
vatn
2-3 kjúklingateningar
1/2 dl sérrí eða portvín
hveiti
rjómi
Aðferð
-
• Hellið kalkúnasoðinu í pott ásamt sveppasoði og vatni.
• Kryddið með kjúklingateningum og sérríi eða portvíni.
• Þykkið sósuna með hveitijafningi (hveiti og vatni) eða sósujafnara.
• Hellið rjóma út í og hitið (sjóðið ekki).
• Borið fram með brúnuðum kartöflum og Waldorfsalati.
0 Comments