Kínverskur kalkúnn (fyrir 8-10)

  • Heill kalkúnn
  • 0 Comments

Hráefni

1 heill kalkúnn (4-5 kg), skorinn í bita
10 bollar vatn
3 bollar sojasósa
1 bolli sérrí eða sítrónugos (t.d. Fanta lemon)
6 sneiðar ferskt engifer (hver sneið u.þ.b. 1,5 cm á þykkt)
4 laukar, skornir í stóra bita
2 msk. sykur
1 ½ tsk. salt
½ tsk. svartur pipar
1 msk. ólífuolía

Aðferð

    • Vatn, sojasósa, sérrí, engifer, laukur, sykur, salt og pipar sett saman í stóran pott yfir háum hita og suðan látin koma upp.
    • Setjið kalkúnabitana ofan í sósuna og látið suðuna koma aftur upp.
    • Lækkið hitann og látið malla í 30 mín.
    • Takið upp úr pottinum og setjið í ofnskúffu eða eldfast mót, bakið í ofni við 175°C í 1 klst.
    • Ausið soðinu yfir bitana á tíu mín. fresti á meðan á steikingu stendur.
    • Hækkið hitann í 220°C, penslið bitana með matarolíunni og steikið í 5-10 mín. eða þangað til bitarnir eru orðnir vel brúnir.
    • Takið kjötið af beinunum og berið kalkúninn fram.
    • Þessi réttur er góður kaldur jafnt sem heitur.
0 Comments