Kjúklingabringur Orvieto (fyrir 4)

  • Bringur og lundir
  • 0 Comments

Hráefni

4 kjúklingabringur
1 heill hvítlaukur
100 g steinlausar svartar ólífur
2 stk. fennel
2 stórar bökunarkartöflur
50 g kjúklingalifur

Aðferð

    • Hvítlaukurinn tekinn í sundur og soðinn þar til hann er mjúkur.
    • Kartöflurnar skornar í stóra teninga, soðnar og síðan látnar kólna.
    • Skerið fennelið gróft og setjið á álpappír. Kryddið með salti, pipar og ólífuolíu. Bakið í ofni í 20 mín. við 200°C.
    • Því næst er kjúklingalifrin steikt í olíu, kartöflum, ólífum, hvítlauk og fennel bætt saman við og allt þetta steikt saman í 5 mín.
    • Að lokum eru kjúklingabringurnar steiktar og settar á diska.
    • Bætið meðlætinu ofan á og berið fram.
0 Comments