Kjúklingalasagne (fyrir 4-6)
- Annað
- 0 Comments
Hráefni
250 g kjúklingahakk
3 msk. smjör eða olía
120 g sveppir í sneiðum
½ bolli saxaður laukur (einn stór)
2 dósir rjómasveppasúpa
1 ½ dl mjólk
400 g kotasæla
225 g lasagneplötur (mega vera grænar)
ca 400 g rifinn ostur
125 g (1-1 ½ dl) rifinn Parmesanostur
Aðferð
-
• Blandið saman rifna ostinum og parmesanostinum.
• Setjið smjörið eða olíuna á pönnu og steikið sveppina og laukinn, bætið kjúklingahakkinu á pönnuna og látið krauma. Blandið sveppasúpunni, mjólkinni og kotasælunni saman í skál, bætið þessu svo á pönnuna og hrærið saman.
• Smyrjið eldfast fat (stærð ca 23×33 cm), setjið eitt lag af lasagneplötum í fatið, hyljið með 1/3 af sveppablöndunni, síðan með 1/3 ostablöndunni og endurtakið tvisvar. Setjið þykkt lag af osti yfir allt saman.
• Bakið í 45 mín. við 160-180°C.
0 Comments