Kjúklingaleggir með kartöfluflögum (fyrir 3-4)

  • KJÚKLINGAUPPSKRIFTIR
  • 0 Comments

Hráefni

8-10 stk. kjúklingaleggir
5 dl paprikukartöfluflögur, muldar
ferskur parmesanostur, rifinn
pipar
salt
4 msk. pestó
2 msk. olía

Aðferð

    • Hitið ofninn í 200°C.
    • Myljið flögurnar smátt og blandið parmesanostinum saman við.
    • Þerrið kjúklingaleggina og kryddið þá með salti og pipar.
    • Blandið saman olíunni og pestósósunni og veltið leggjunum upp úr blöndunni. Veltið þeim síðan upp úr muldu flögunum og þrýstið þeim vel að leggjunum.
    • Raðið leggjunum í eldfast fat og dreifið afganginum af flögunum yfir.
    • Bakið í ofninum í 35 mín. eða þar til leggirnir eru gegnsteiktir.
    • Gott er að bera leggina fram með fersku salati og steiktum kartöflubátum.
0 Comments