Kjúklingaleggir með sojaídýfu

  • KJÚKLINGAUPPSKRIFTIR
  • 0 Comments

Hráefni

10 stk. kjúklingaleggir
2 msk. engiferrót
2 msk. sesamolía
1 tsk. cumin
2 tsk. garam masala eða karríduft
1/8 tsk. cayennepipar
2 msk. sesamfræ

Aðferð

    • Rífið engiferrót. Blandið saman sojasósu, engifer, sesamolíu, cumin, garam masala, cayennepipar og sesamfræum.
    • Penslið kjúklingaleggina með kryddleginum og látið marinerast í a.m.k. 30 mínútur.
    • Hitið ofninn í 200°C. Klæðið ofnplötuna með bökunarpappír og leggið kjúklingaleggina þar á.
    • Bakið í miðjum ofninum í 20-25 mín. eða þar til þeir eru gegnumeldaðir og stökkir.
    • Snúið leggjunum af og til á meðan á eldun stendur og penslið með marineringunni.

Sojaídýfa

4 msk. sojasósa (japönsk)
2 tsk. límónusafi
2 msk. ólífuolía
1 rauður chilipipar
2 msk. kóríander

Aðferð

    • Kjarnhreinsið chilipipar og skerið í þunna hringi.
    • Fínsaxið kóríander.
    • Blandið saman við sojasósu, ólífuolíu og límónusafa.
    • Berið leggina fram með sojaídýfunni.
0 Comments