Mexíkóskar kjúklingabringur (fyrir 6-8)

  • Bringur og lundir
  • 0 Comments

Hráefni

6 kjúklingabringur
1 dl sítrónusafi
2 msk. ólífuolía til penslunar
2 msk. ólífuolía
1 meðalstór laukur
1 dós niðursoðnir tómatar
2 msk. möndlur
2 msk. rúsínur
2 tsk. kapers
5 grænar ólífur
1/2 msk. niðursoðinn grænn pipar
1 rauð paprika
1/2 græn paprika
1/2 gul paprika
2 1/2 dl appelsínusafi
1 dl kjúklingasoð
1/2 tsk. kanill
1 msk. kóríander (ferskt)

Aðferð

    • Raðið kjúklingabringunum í eldfast mót og hellið sítrónusafa yfir.
    Látið standa í ísskáp í 2 klst.
    • Penslið með ólífuoíu og bakið í ofni við 180°C í 20 mín.
    • Hitið olíu í potti og mýkið smátt saxaðan laukinn.
    • Bætið tómötum, rúsínum, kapers, ólífum og piparkornum út í og látið suðuna koma upp.
    • Hreinsið og takið kjarna úr paprikum og skerið í strimla. Bætið út í ásamt appelsínusafa og kjötsoði og sjóðið í 15 mín. Bragðbætið með kanil.
    • Hellið sósunni yfir kjúklinginn og bakið áfram í 20 mín. í ofninum.
    • Skreytið með fersku kóríander og berið fram með soðnum hrísgrjónum og brauði.
0 Comments