Parmesankjúklingur með fljótlegri pastasósu (fyrir 4)
- Bringur og lundir
- 0 Comments
Hráefni
4 kjúklingabringur, beinlausar og skinnlausar
½ bolli brauðrasp
¼ bolli rifinn parmesanostur
½ tsk. Italian seasoning
1/8 tsk. svartur pipar
1/3 bolli hveiti
2 stórar eggjahvítur, slegnar aðeins saman
2 tsk. ólífuolía
4 bollar heitt soðið spaghetti
3 bollar Fljótleg og auðveld pastasósa, sjá uppskrift að neðan
1 bolli rifinn ostur
nokkur fersk basilikumlauf (má sleppa)
Aðferð
-
• Setjið hverja bringu fyrir sig inn í plastfilmu og rúllið yfir með kökukefli til að gera þær þynnri.
• Blandið saman í grunnri skál brauðraspi, parmesanosti, Italian seasoning og pipar.
• Dýfið hverri bringu fyrst í hveiti, síðan eggjahvítur og síðast í raspblönduna.
• Hitið olíu á stórri teflonpönnu við miðlungsháan hita.
• Bætið kjúklingnum á og steikið í 5 mín. á hvorri hlið, eða þangað til kjötið er tilbúið.
• Setjið 1 bolla af spaghetti í djúpa eldfasta diska , setjið ½ bolla af pastasósunni þar yfir. Setjið svo kjúklinginn ofan á allt saman. Setjið síðan ¼ bolla af pastasósunni ofan á og stráið ¼ bolla af rifnum osti yfir hvern disk. Setjið diskana á bökunarplötu og hitið í ofni í 3 mín. eða þangað til osturinn er bráðnaður. Skreytið með basilikulaufunum og berið fram með hvítlauksbrauði.
Fljótleg og auðveld pastasósa
Hráefni
1 tsk. ólífuolía
1 bolli saxaður laukur
4 hvítlauksgeirar, pressaðir
½ bolli þurrt rauðvín eða 2 msk. balsamikedik
1 msk. sykur
1 msk. saxað ferskt basilikum eða 2 msk. af þurru
2 msk. tómatpúrra
Aðferð
Blandið öllu saman í skál og hrærið vel.
0 Comments