Rómantísk kjúklingasúpa (fyrir 5-6)
- KJÚKLINGAUPPSKRIFTIR
 - 0 Comments
 
Hráefni
1 heill kjúklingur (um 1500 g), hlutaður niður í bita, eða 1 poki kjúklingabitar
2 l vatn
2 laukar
2 msk. salt
4 stórar gulrætur
1 stór gulrófa
1 blómkálshöfuð
8 kartöflur
1 blaðlaukur
2 kjúklingateningar
2 bollar pastaslaufur eða -skrúfur
Aðferð
- 
•	Kjúklingurinn soðinn í potti með vatni, lauk og salti í 1 1/2 til 2 klst. og síðan kældur.
 
• Á meðan kjúklingurinn er kældur er soðið sigtað, grænmetið látið út í og soðið í ca 30 mín.
• Kjúklingurinn hreinsaður af beinunum og látinn út í soðið, pasta bætt við og soðið samkvæmt leiðbeiningum á pastapakkanum.
• Borið fram með hvítlauksbrauði eða rúnnstykkjum, góðu smjöri og jafnvel aukakartöflum.

0 Comments