Steikt kjúklingalæri með ávaxtasalsa (fyrir 4-5)
- KJÚKLINGAUPPSKRIFTIR
- 0 Comments
Hráefni
8 stk. kjúklingalæri
1 msk. ólífuolía
1 tsk. paprikuduft
1 tsk. salt
1 tsk. svartur pipar
Aðferð
• Forhitið ofninn í 180° C.
• Blandið saman í stóra skál kjúklingalærunum, ólífuolíunni, paprikuduftinu, saltinu og piparnum.
• Setjið lærin í eldfast mót eða steikingarpott (ekki með loki), með skinnið niður, og steikið í 20 mín. Snúið lærunum við og steikið í 20 mín. í viðbót.
Ávaxtasalsa
3 stk. þroskaðar perur, skornar í teninga
4 stk. þroskaðar plómur, skornar í teninga
½ bolli þurrkuð trönuber
¼ bolli rauðlaukur, fínt saxaður
¼ bolli rauð paprika, söxuð
1 stk. jalapeno-piparbelgur, steinhreinsaður og saxaður fínt
3 msk. ferskt basilikum, saxað
1 tsk. sykur
¼ tsk. kanill
1 msk. balsamikedik
1 msk. olífuolía
½ tsk. salt
½ tsk. svartur pipar
Aðferð
-
• Setjið allt hráefnið í stóra skál, hrærið aðeins í og látið standa við herbergishita í smástund.
• Smakkið til með salti og pipar.
• Berið lærin fram á diski með 1-2 msk. af salsasósunni ofan á. Berið umframsalsasósu fram í skál með.
0 Comments