Tandoori-kjúklingur með mintusósu (fyrir 6)

  • Bringur og lundir
  • 0 Comments

Hráefni

6 kjúklingabringur
2 1/2 dl hrein jógúrt (án ávaxta)
1/2 dl hvítvínsedik
1 1/2 msk. kúmínduft (cumin)
1 msk. rautt chiliduft
1 msk. garam masala
1 tsk. natríumskert salt
2 msk. svartur pipar (fínn)
4 hvítlauksgeirar
1 msk. engiferrót (rifin)
1/2 dl olía
350 g hrísgrjón
1 kjúklingateningur

Aðferð

    • Búið til lög úr jógúrt, hvítvínsediki, olíu og kryddi.
    • Merjið hvítlauk, rífið engiferrót og bætið út í.
    • Leggið skinnlausar kjúklingabringurnar í löginn og látið marinerast í a.m.k. 4 klst.
    • Takið bringurnar úr marineringunni og bakið í eldföstu móti við 200°C í 20 mín.

Mintusósa

1/2 l hrein jógúrt
4 msk. minta (fersk)
1 sítróna (safi)
1/2 tsk. natríumskert salt
1 tsk. nýmalaður pipar

Aðferð

    • Látið jógúrt drjúpa í gegnum kaffifilterpoka í 1 klst.
    • Saxið mintuna smátt og bætið öllum hráefnum saman í matvinnsluvél. Geymið í kæli í a.m.k. 3 klst.
    • Berið fram með hrísgrjónum soðnum í kjúklingakrafti, krydduðum með fersku kóríander, ásamt salati með rauðlauk og sósu úr ólífuolíu og balsamikediki.
0 Comments