Eyjavængir með ídýfu (smáréttur, eða sem heil máltíð fyrir 2-3)
- KJÚKLINGAUPPSKRIFTIR
- 0 Comments
Hráefni
8 stk. kjúklingavængir
1 msk. hvítlauksolía
salt og pipar
Aðferð
-
• Takið fremsta partinn af vængjunum , hann notast ekki.
• Takið svo vængina í tvennt á liðnum, þannig að hver vængur verði 2 hlutar.
• Hitið hvítlauksolíuna á pönnu.
• Eldið vængina í 18-20 mín. eða þangað til þeir eru orðnir fallega brúnir á öllum hliðum.
• Kryddið vængina aðeins með salti og pipar.
• Berið vængina fram með ídýfunni.
Ídýfa
1 dós niðursoðinn grænn chili, vökvinn tekinn af
¼ bolli saxaður laukur
¼ bolli rúsínur
1 msk. appelsínumarmelaði
1 stór banani, skorinn niður í bita
1 msk. púðursykur
1 msk. sítrónusafi
¼ tsk. allrahanda
Aðferð
Blandið öllum hráefnunum í ídýfuna saman í matvinnsluvél.
0 Comments