Stökkir kjúklingaleggir á fjóra vegu (fyrir 4-5)

  • KJÚKLINGAUPPSKRIFTIR
  • 0 Comments

Hráefni

12 stk. kjúklingaleggir
2 hvítlauksgeirar, pressaðir
1 msk. engifer, fínt saxað
½ chilialdin, fræhreinsað og skorið í sneiðar
1 tsk. kjúklingakraftur

Aðferð

    • Setjið allt í pott, ásamt svo miklu vatni að rétt fljóti yfir leggina, og sjóðið við vægan hita í 20-25 mín. Takið leggina úr vatninu og kælið.
    • Útbúið hjúp (sjá fjórar mismunandi uppskriftir að hjúp hér að neðan)og veltið leggjunum upp úr honum. Djúpsteikið leggina í 170-180°C heitri olíu í 3-5 mín. eða þangað til leggirnir eru orðnir fallega brúnir og heitir í gegn. Einnig má steikja þá í 200°C heitum ofni í 7-10 mín. eða þangað til þeir verða fallega brúnir.

Kókos- og karríhjúpur

1-2 msk. karríduft
2 dl hveiti
2 egg, pískuð
2 dl rasp
1 dl kókosmjöl

Aðferð

    • Blandið saman karríi og hveiti, veltið leggjunum upp úr blöndunni og síðan upp úr eggjunum.
    • Blandið raspinu saman við kókosmjölið og veltið leggjunum að síðustu upp úr því.

      Kryddjurtahjúpur

      1 dl hveiti
      1 msk. blandað jurtakrydd
      salt og pipar
      2 egg, pískuð
      2 dl rasp
      1-2 hvítlauksgeirar, pressaðir
      1 dl fínt saxaðar kryddjurtir, t.d. basilikum, steinselja, timian, estragon eða graslaukur
      2 msk. parmesanostur

      Aðferð

        • Blandið saman hveiti, jurtakryddi, salti og pipar og setjið í skál.
        • Þá er raspinu, kryddjurtunum, hvítlauknum og parmesanostinum blandað saman í aðra skál.
        • Veltið leggjunum fyrst upp úr hveitiblöndunni, þá upp úr eggjunum og síðast upp úr raspinu.

      Hnetuhjúpur

      1 dl hveiti
      1 tsk. kjúklingakrydd (t.d. chickenseasoning)
      2 egg, pískuð
      1-2 tsk. hnetusmjör
      1 dl rasp
      1 dl blandaðar hnetur, kurlaðar

      Aðferð

        • Blandið saman hveiti og kjúklingakryddi.
        • Þeytið saman egg og hnetusmjör.
        • Blandið saman raspi og hnetukurlinu.
        • Veltið leggjunum fyrst upp úr hveitiblöndunni, þá upp úr eggjunum og síðast upp úr raspinu.

      Mexíkóskur nachos-hjúpur

      1 dl hveiti
      1-2 msk. blandað mexíkókrydd
      2 egg, pískuð
      2 dl nachos, kurlað í matvinnsluvél

      Aðferð

        • Blandið saman hveiti og kryddi og veltið leggjunum fyrst upp úr
        hveitiblöndunni, síðan upp úr eggjunum og að lokum upp úr nachoskurlinu.
0 Comments