Innihald:

1 heill kjúklingur
2 hvítlauksgeirar smátt saxaður
1 appelsína skorinn í bita
1 stk rauður chili smátt saxaður
1/2 dl olía
1 msk rosmaryn þurrkað
1 tsk chilliduft
Salt og pipar
Aðferð:

  • þerrið kjúklinginn vel og hrærið saman hvítlauk, chilli og appelsínur og 1/2 msk af rosmaryn troðið inn í kjúklinginn. Makið olíunni á kjúklinginn og kryddið með restinni af rósmaríninu, chillidufti, salti og pipar. Setjið ofninnn á 175°C og bakið í 70- 80 mínútur eða þar til kjúklingurinn er gegneldaður.

Sósa:

1 dl vatn
1 dl appelsínusafi
2 msk appelsínumarmelaði
Soðið af kjúklingnum
Kjúklingakraftur eftir smekk
Sósujafnari

Aðferð:

Sjóðið saman vatn, appelsínusafa, appelsínumarmelaði og soðið af kjúklingnum. Bragðbætið með kjúklingakrafti og þykkið með sósujafnara.

Ofnsteiktar kartöflur

Innihald:

12 stk meðalstórar kartöflur
1/2 dl olía
2 hvítlauksgeirar saxaðir
1 msk þurrkuð steinselja
salt og pipar

Aðferð:

  • Skerið kartöflur í bita og veltið upp úr olíunni hrærið saman við hvítlauknum og steinseljunni. Að lokum kryddið með salti og pipar. Bakið við 175°C í 40 mínútur.
0 Comments