Hráefni

500 g kalkúnabringur, skornar í 1-1 ½ cm strimla
2 bollar sellerí, skorið í bita
1 stór rauð paprika, skorin í strimla
1 hvítlauksgeiri, saxaður mjög smátt
2 msk. matarolía
½ bolli salatdressing
3 msk. hnetusmjör
1 msk. sojasósa
½ tsk. engifer
2 msk. salthnetur, skornar í bita
3 bollar salat, rifið niður

Aðferð

    • Látið sellerí, papriku og hvítlauk malla í 1 msk. af olíunni í 3-4 mín. í potti við meðalháan hita.
    • Takið grænmetið af pönnunni og setjið afganginn af olíunni og brúnið kalkúnastrimlana þangað til þeir eru farnir að dökkna og harðna aðeins (5 mín.)
    • Takið pönnuna af hellunni og bætið grænmetinu á hana.
    • Blandið saman í skál salatdressing, hnetusmjöri, sojasósu og engifer. Hellið þessu svo á pönnuna saman við kalkúninn og grænmetið (en ekki setja pönnuna á hita aftur).
    • Berið fram á diskum ofan á salatblöðum og stráið salthnetum yfir.
0 Comments