Hráefni

3 stk. heilir kjúklingar í smærri kantinum, skornir í 4 bita hver
1 bolli sítrónusafi
1 tsk. salt
1 tsk. svartur pipar
1-1½ bolli þurrt hvítvín
6 hvítlauksgeirar, pressaðir
1 tsk. þurrkað basilikum
1 bolli bráðið smjör
3 bollar kartöfluflögur, muldar

Aðferð

    • Blandið saman í stóra skál sítrónusafanum, salti, pipar, hvítvíni, hvítlauk og basilikum.
    • Bætið kjúklingabitunum út í, látið marinerast í 3-4 klukkutíma í ísskáp og snúið þeim við af og til.
    • Hitið ofninn í 190°C.
    • Takið kjúklinginn úr leginum og þerrið.
    • Dýfið hverjum bita í bráðið smjör og rúllið upp úr muldu kartöfluflögunum.
    • Setjið í smurða ofnskúffu eða stórt eldfast mót og steikið í 1 klst. við 190° C.
0 Comments