Bakaður Parmesankjúklingur (fyrir 4-5)

 • KJÚKLINGAUPPSKRIFTIR
 • 0 Comments

Hráefni

8 stk. kjúklingalæri
5 msk. bráðið smjör, helst ósaltað
1 msk. dijonsinnep
¾ bolli brauðrasp
½ bolli ferskur parmesanostur, rifinn
2 msk. söxuð fersk steinselja
1 tsk. þurrt basilikum

Aðferð

  • Hitið ofninn í 200°C og smyrjið eldfast mót.
  • Blandið saman í skál bræddu smjörinu og sinnepinu.
  • Í annarri skál er blandað saman brauðraspi, osti, steinselju og basilikum.
  • Dýfið kjúklingalærunum fyrst í smjör-/sinnepsblönduna, síðan í raspblönduna.
  • Raðið í mótið og bakið í u.þ.b. 45 mín.
0 Comments