Hráefni

24 stk. kjúklingavængir
1 tsk. karrý
½ tsk. túrmerik
2 msk. sojasósa
2 msk. matarolía
2 hvítlauksrif, söxuð
1/8 tsk. svartur pipar
steinselja til skreytingar

Aðferð

    • Blandið saman í stóra skál öllu nema kjúklingavængjunum.
    • Bætið vængjunum út í.
    • Setjið plastfilmu yfir og geymið í ísskáp í u.þ.b. 1 klst.
    • Látið leka af vængjunum og raðið í ofnskúffu eða eldfast mót.
    • Eldið í ofni í 25 mín. á 165°C, eða þangað til vængirnir eru gullinbrúnir.
    • Skreytið með steinselju.

Jógúrtídýfa

½ bolli hrein jógúrt
3 msk. mangó, smátt skorinn
1 msk. steinselja, söxuð
1 lítill laukur, smátt skorinn
¼ tsk. Tabascosósa (má sleppa)
1/8 tsk. salt

Aðferð

    • Blandið öllu saman í skál.

Geymið sósuna í ísskápnum þangað til kjúklingurinn er borinn fram.

0 Comments