Chicken-tonight (fyrir 4)

 • KJÚKLINGAUPPSKRIFTIR
 • 0 Comments

Hráefni

500 g beinlaust kjúklingakjöt (bringa eða læri)
2-3 msk. olía
1 krukka „chicken-tonight“ sósa (270 g)
1 askja sveppir
vatn eftir þörfum
1 bolli hrísgrjón

Aðferð

  • Hitið olíu í potti, skerið kjötið í strimla eða bita og brúnið í olíunni.
  • Skerið niður sveppina og steikið.
  • Hellið sósunni yfir og hrærið saman.
  • Látið malla á pönnunni á meðan hrísgrjónin eru soðin. Passið að hafa ekki of háan hita því þá sýður allur vökvi af pönnunni. Hrærið öðru hverju.
  • Borið fram með hrísgrjónum og snittubrauði.
0 Comments