Hráefni

1 kg kjúklingakjöt, skorið í strimla
2 laukar, niðurskornir
2 msk. olífuolía
3-4 hvítlauksrif, pressuð
safi úr hálfri sítrónu
½ bolli hvítvín eða kjúklingasoð
1 dós maukaðir tómatar
1 msk. oregano
pipar eftir smekk

Aðferð

    • Látið laukinn malla í olífuolíunni þangað til hann er glær.
    • Bætið kjúklingnum út í og hristið pönnuna yfir miklum hita, þangað til hann hefur blandast vel saman við olíuna og laukinn.
    • Bætið afganginum af hráefninu út í.
    • Látið malla undir loki í 8-10 mín. Berið fram með hrísgrjónum eða núðlum.
0 Comments