Fyllt kalkúnalæri með sveppasósu (fyrir 3-4)

  • KALKÚNAUPPSKRIFTIR
  • 0 Comments

Hráefni

750 g kalkúnalæri, úrbeinuð og skinnlaus
1/3 bolli þurrkaðar apríkósur, skornar í bita
2 msk. rúsínur, skornar í bita
1 lítill hvítlauksgeiri, saxaður mjög smátt
¼ bolli laukur, smátt saxaður
½ bolli sellerí, smátt saxað
2/3 bolli ristaðir brauðteningar

Aðferð

    • Forhitið ofninn í 160°C.
    • Setjið apríkósurnar og rúsínurnar í skál sem má fara í örbylgjuofn og hellið heitu vatni yfir.
    • Setjið í örbylgjuofn á háan hita í u.þ.b. 1 ½ mínútu eða þangað til ávextirnir eru orðnir mjúkir.
    • Takið út og látið vökvann leka vel af. Bætið út í hvítlauk, lauk, selleríi og brauðteningum.
    • Setjið plastfilmu sem er búið að gata yfir skálina og látið aftur í örbylgjuofninn á háan hita í 1 ½ mínútu eða þangað til laukurinn og selleríð er orðið meyrt. Leggið til hliðar.
    • Fletjið kalkúnalærin með því að setja smjörpappír ofan á og undir þau og berja (ekki fast) með fínni hliðinni á buffhamri, þangað til þau eru orðin u.þ.b. 2 cm á þykkt.
    • Skiptið fyllingunni niður á lærin og brjótið þau saman (eins og samloku), bindið þau með rúllupylsugarni í einskonar rúllu og látið samskeytin snúa niður í steikingunni.
    • Setjið í smurt eldfast mót og steikið í ofninum í 1 ½ til 1 ¾ klst. (Ef notaður er kjöthitamælir á hann að sýna 80°C hita þegar kjötið er fullsteikt.)

Rjómaleg sveppasósa

1 askja sveppir
1 tsk. sósujafnari
1/3 bolli kjúklingakraftur
1 ½ tsk. sinnep
1 ½ tsk. hunang
1 tsk. sítrónusafi
3 msk. majones (allt í lagi að nota kólesterólskert majones)

Aðferð

    • Brúnið sveppina í smjöri.
    • Hrærið saman í potti yfir meðalhita sósujafnara, kjúklingasoði, sinnepi, hunangi og sítrónusafa. Látið malla og hrærið þangað til sósan þykknar.
    • Takið pottinn af hellunni og hrærið majonesinu í.
    • Takið bandið af lærunum, skerið þau í bita og berið fram með sósunni, kartöflum eða hrísgrjónum og fersku salati.
0 Comments