Hráefni

4 hamflettar kjúklingabringur (600 g)

Kryddlögur

1/2 dl ólífuolía
3 msk. ananassafi, ósykraður
1 msk. engiferrót, rifin
1 msk. sojasósa
1 tsk. rósmarín, þurrkað
1 tsk. nýmalaður pipar

Meðlæti

1 gróft snittubrauð
1 salathöfuð
1 rauðlaukur
rauð og gul paprika
6 msk. chillisósa

Aðferð

  • Hrærið saman öllum hráefnunum í kryddlöginn.
  • Raðið bringunum á fat og hellið kryddleginum yfir. Gott er að láta þær liggja þar í 2-3 klst. Snúið þeim nokkrum sinnum á meðan.
  • Grillið bringurnar beggja megin á heitu grilli.
  • Skerið rauf í brauðið og skerið síðan í fernt.
  • Rífið salatið, skerið rauðlauk í hringi og setjið hvort tveggja ofan í raufarnar.
  • Leggið bringurnar ofan á og skreytið með papriku.
  Berið fram með chillisósu.
0 Comments