Gullnir karríkalkúnaleggir (fyrir 5)

  • KALKÚNAUPPSKRIFTIR
  • 0 Comments

Hráefni

1,5 kg kalkúnaleggir eða kalkúnavængir
4 msk. smjör
½ bolli hunang
¼ bolli sinnep
1 tsk. salt
1 ½ tsk. karríduft

Aðferð

    • Bræðið saman smjör, hunang, salt og karrí.
    • Húðið kalkúninn upp úr blöndunni og raðið í eldfast mót eða ofnskúffu.
    • Bakið í ofni við 190°C í 1 klst. eða þangað til kalkúnninn er eldaður í gegn og fallega brúnn. Snúið við á meðan á eldunartíma stendur.
    • Berið fram með hrísgrjónum og grænu salati.
0 Comments