Indversk kalkúnasúpa (fyrir 3-4)

 • KALKÚNAUPPSKRIFTIR
 • 0 Comments

Hráefni

500 g eldað kalkúnakjöt
1 laukur, smátt saxaður
smjör eða olía til steikingar
¼ krukka karrýmauk (Patakas mild curry paste eða 2/3 krukka Tikka Masala sósa frá Patakas)
1-2 dósir niðursoðnir hakkaðir tómatar
1 lítil dós tómatkraftur
4-6 hvítlauksrif
5 dl kjúklingasoð (vatn og 1 teningur)
½ l rjómi eða matreiðslurjómi
1 stór dós niðursoðnar ferskjur og safi
gróft sjávarsalt

Aðferð

  • Látið laukinn og karrýmaukið mýkjast saman í potti.
  • Bætið hökkuðum tómötum við og látið malla í um 10 mín.
  • Setjið kalkúnakjötið út í (steikið fyrst ef það er óeldað).
  • Bætið ferskjum og ferskjusafa út í súpuna.
  • Berið fram með góðu brauði.

0 Comments