Hráefni

4 kjúklingabringur
4 þunnar skinkusneiðar
4 þunnar ostsneiðar
4 blöð fersk salvía
smjör eða matarolía til steikingar
salt
pipar
1 dl kjúklingasoð (vatn + teningur)

Aðferð

  • Takið skinnið af kjúklingabringunum. Ristið með hnífi ofan í hverja bringu og búið til einskonar vasa.
  • Setjið eina ostsneið, eina skinkusneið og eitt ferskt salvíublað í hvern vasa.
  • Þrýstið bringunni saman aftur og látið bíða í 30-40 mín.
  • Hitið smjör eða olíu á pönnu og steikið bringurnar vel í 3-4 mín. á hvorri hlið.
  • Kryddið með salti og pipar.
  • Hellið kjúklingasoðinu yfir réttinn og hitið augnablik.
  • Berið fram með soðnum hrísgrjónum og tómatasneiðum með sýrðum rjóma.
0 Comments