Hráefni

500 g kjúklingabringur, niðurskornar
½ bolli ítölsk salatdressing (köld sósa)
¼ bolli fersk basillauf, niðurskorin
1 meðalstór laukur, skorinn í báta
1 meðalstór kúrbítur, skorinn í þykkar sneiðar
2 meðalstórar rauðar paprikur, skornar í stóra bita

Aðferð

    • Blandið saman köldu sósunni og basillaufunum í stóra skál.
    • Skerið kjúklinginn í bita þannig að þeir passi á grillpinna og setjið í sósuna ásamt grænmetinu.
    • Hrærið aðeins í og látið liggja í leginum í a.m.k. 30 mín., en ennþá betra er að marinera í ísskáp í 12 klst.
    • Hitið grillið. Þræðið kjúklinginn og grænmetið á pinna.
    • Grillið á meðalhita í 10-15 mín. og snúið reglulega þangað til pinnarnir eru tilbúnir.
0 Comments