Innihald:

  • 1 stk kalkúnabringa 800g – 1000g
  • 50 g smjör til steikingar
  • 1 poki mozzarellakúlur litlar
  • 2 msk ferskt basil
  • 40 g pistasíur
  • 1 msk ferskt rosmaryn
  • 1 egg
  • 1 dl brauðraspur
  • Salt og pipar

Fyllingin:
Saxið mozzarellaostinn, pistasíuhneturnar, basil og rosmaryn. Blandið saman við brauðraspi og eggi, kryddið með salti og pipar

Aðferð:
Skerið vasa í kantinn á bringunni skerið frá mjórri endanum. Setjið fyllinguna í vasann. Brúnið bringuna á pönnu í smjöri og kryddið með salti og pipar. Bakið við 150°C í 50-60 mínútur eða þar til kalkúnabringan er gegnelduð.

Berið fram með salati með steiktu grænmeti.

0 Comments