Kalkúnabringur með kryddgrjónum (fyrir 3-4)

  • Bringur og lundir
  • 0 Comments

Hráefni

700-800 g kalkúnabringa
150 g rauðlaukur
2 msk. ólífuolía
3 1/2 dl hrísgrjón
3 tsk. karrí
7 1/2 dl kjúklingasoð
200 g fennikel
1 stór banani
1 stórt rautt epli
4 msk. Mango Chutney sósa
1 msk. sítrónusafi
1 tsk. salt
1 tsk. malaður pipar
2 msk. kókosmjöl

Aðferð

    • Afhýðið lauk og skerið í báta. Hitið olíu í potti og mýkið laukinn í smástund.
    • Hrærið karríi og hrísgrjónum saman við og blandið vel.
    • Bætið kjúklingasoðinu út í og sjóðið í 15 mín.
    • Takið grjónin af hellunni og látið standa í smástund.
    • Hreinsið fennikel, afhýðið banana og epli og skerið í teninga.
    • Hrærið sítrónusafa út í Mango Chutney og blandið saman við teningana.
    • Hitið ofninn í 200°C.
    • Snöggsteikið kalkúnabringurnar á teflonpönnu í 5 mín. á hvorri hlið. Setjið í eldfast mót og bakið í 25 mín. (fer þó aðeins eftir þykkt bringu).
    • Steikið teningana á sömu pönnu og hellið grjónunum saman við. Kryddið með salti og pipar.
    • Setjið grjónin á fat, skerið bringurnar í sneiðar og raðið ofan á.
    • Ristið kókosmjölið lítið eitt á þurri pönnu og stráið yfir réttinn.
0 Comments