Kalkúnalasagne

  • Kalkúnahakk
  • 0 Comments

Innihald:
750 g kalkúnahakk
100 g laukur saxaður
2-3 hvítlauksgeirar saxaðir
2 msk olífuolía
1 tsk salt
1 tsk svartur pipar malaður
1 msk oregano
1 msk steinselja
2 msk saxað ferskt rosmaryn
2 dl Rjómi
4 dl pizzasósa
500 g kotasæla
300 g rifinn ostur

Aðferð:
Brúnið laukinn og hvítlaukinn á pönnu bætið við salti, svörtum pipar, oregano, steinselju og fersku rosmaryn. Setjið kalkúnahakkið saman við og brúnið gætið að hræra vel í á meðan. Bætið í rjómanum og sjóðið vel. Bætið loks í pizzasósunni. Látið malla í 2-3 mínútur. Setjið 1/2 af kotasælunni í botninn á eldföstu móti þar setjið þið lasagneplötur, ofan á það setjið hakkblöndu, næst ost endurtakið tvisvar sömu röðun endið á hakkblöndu og osti. Bakið við 175°C í 40 mínútur.

0 Comments