Kalkúnasúpa Louisu (fyrir 6-8)

  • KALKÚNAUPPSKRIFTIR
  • 0 Comments

Hráefni

3-4 msk. olía
1,5 tsk. karrý
1 heill hvítlaukur, pressaður eða saxaður
1 blaðlaukur, niðursneiddur
3 stk. paprika, gul og rauð
1 askja hreinn rjómaostur
1 flaska Heinz Hot Chilli sósa
¾ teningur kjúklinga- eða grænmetiskraftur
1,5 l vatn
1 peli rjómi
500 g eldað kalkúnakjöt í bitum

Aðferð

    •    Blaðlaukur og hvítlaukur steiktur í olíunni með karrýi.
    •    Mixað í blandara eða með töfrasprota.
    •    Rjómaostur, chillisósa, kraftur, vatn og rjómi soðið saman, ásamt lauk- og karrýblöndunni.
    •    Kalkúnakjötið sett síðast út í súpuna og hitað í gegn.
0 Comments