Hráefni

1250 g kalkúnaleggir
8 ferskir maísstönglar, skipt í tvennt
2 msk. malaður kóríander
1 tsk. svartur pipar
¾ tsk. salt

Aðferð

    • Stráið kóríander, pipar og salti yfir kalkúninn og maísinn.
    • Grillið kalkúnaleggina, þeir þurfa u.þ.b. 60 mín., 30 mín. á hvorri hlið. (Ef þið stingið kjöthitamæli í kjötið á það að vera 80° þar sem það er þykkast.)
    • Þegar hálfnað er að grilla leggina, setjið maísinn á grillið og grillið í 30 mín.

Picode Gallo salsasósa

3 þroskaðir tómatar, saxaðir
½ bolli rauðlaukur, saxaður
2 msk. jalapeno pipar, fræhreinsaður, saxaður smátt
2 msk. ferskur sítrónusafi
1 msk. ólífuolía
Aðferð

Öllu hrært saman í skál og sósan látin standa í 20-30 mín. áður en hún er borin fram með kalkúninum og maísnum.

0 Comments