Hráefni

4 kjúklingabringur
1 laukur
2 hvítlauksrif
1 sellerístöngull
1 gulrót
1 msk. matarolía
1 1/2 dl kjúklingasoð
2 tsk. sítrónusafi
2 msk. hvítvín (eða mysa)
1 tsk. nýmalaður pipar
1 tsk. maizenamjöl
2 ferskjur
250 g eggjanúðlur

Aðferð

    • Saxið lauk og pressið hvítlauk. Skerið sellerístöngulinn í bita og gulrótina í strimla. Hitið olíu á pönnu og steikið grænmetið í 3 mín. Takið af pönnunni.
    • Hitið olíu á pönnu og steikið bringurnar í 3-4 mín. á hvorri hlið eða þar til þær eru farnar að brúnast. Takið af pönnunni og blandið saman við grænmetið.
    • Sjóðið saman kjúklingasoð, sítrónusafa, hvítvín/mysu og pipar ásamt maizenamjöli þar til það þykknar. Hrærið vel í á meðan.
    • Setjið nú bringurnar ásamt grænmetinu aftur á pönnuna. Skerið ferskjurnar í litla bita og raðið ofan á. Hellið sósunni yfir. Setjið lok eða álpappír yfir og hitið í 3-4 mín. Sjóðið eggjanúðlur samkvæmt leiðbeiningum á pakka.
0 Comments