Hráefni

4 kjúklingabringur
1 laukur
3 hvítlauksrif
1/2 rauður chilipipar
1/2 dl jalapenopipar, niðursoðinn
40 g ljósar rúsínur
1 tsk. allrahanda
30 g suðusúkkulaði
1 msk. sesamfræ
1 msk. olía
50 g möndlur, afhýddar
30 g hnetusmjör
1 dós tómatkraftur (lítil)
2 1/2 dl kjúklingasoð
1 tsk. nýmalaður pipar
2 msk. ferskt kóríander
2 1/2 dl hrísgrjón
1 kúrbítur

Aðferð

  • Hitið grillið í ofninum.
  • Pressið hvítlauk og saxið lauk. Fræhreinsið chilipipar og saxið smátt.
  • Brjótið súkkulaðið í litla bita.
  • Ristið sesamfræin á pönnu.
  • Grillið kjúklingabringurnar í heitum ofni í 20-30 mín.
  • Hitið olíu á pönnu og mýkið lauk og hvítlauk á meðalhita.
  • Bætið chilipipar og rúsínum saman við og steikið í 2 mín.
  • Bætið möndlum og hnetusmjöri saman við og steikið áfram í 2 mín.
  • Setjið allt í matvinnsluvél og búið til mauk. Síðan er maukið aftur sett á pönnuna.
  • Tómatkrafti og kjúklingasoði bætt saman við ásamt allrahanda.
  • Látið suðuna koma upp og leyfið sósunni að malla við lágan hita.
  • Bætið súkkulaðinu saman við sósuna, látið bráðna við vægan hita eða bræðið það í örbylgjuofni og blandið vel saman við sósuna.
  • Dreifið sósunni yfir bringurnar með skeið.
  • Stráið sesamfræjum og fersku kóríander yfir réttinn.
  • Berið fram með soðnum hrísgrjónum og steiktum eða grilluðum kúrbítssneiðum.
0 Comments