Hráefni

400 g bein- og skinnlausar kjúklingabringur
1 rauð paprika
1 græn paprika
1 rauðlaukur
200 g niðursoðnir tómatar
1 tsk. þurrkað óreganó
1/2 tsk. þurrkað rósmarín
1/2 tsk. svartur pipar
1/2 tsk. jurtasalt
1 tsk. appelsínubörkur
1/2 tsk. kanill
4 bökunarkartöflur
4 msk. sýrður rjómi (10%)
ferskar kryddjurtir

Aðferð

    • Byrjið á að baka kartöflurnar. Þær bakast eða grillast á um 1 klst.
    • Skerið kjúklingabringurnar í ferninga.
    • Skolið og hreinsið kjarna úr paprikum og skerið í ferninga. Skerið rauðlauk í ferninga.
    • Hitið tómata í potti með óreganó, rósmarín, pipar, jurtasalti, appelsínuberki og kanil.
    • Þræðið til skiptis á grillspjót kjöt, papriku, lauk og sveppi.
    • Penslið vel með tómatsósunni og grillið í 10 mín. Penslið af og til með sósunni á meðan grillað er. Gætið þess að grilla kjúklingakjötið þannig að það sé gegnumsteikt.
    • Hrærið fersku kryddjurtirnar saman við sýrða rjómann og setjið út í
    bökunarkartöflurnar.
0 Comments